Parka.is
Bolungarvík Campground Photo
Bolungarvík
Tjaldsvæðið í Bolungarvík er staðsett rétt við sundlaugina. Á tjaldsvæðinu er góð aðstaða en þar eru salerni, sturtur og rafmagn
Hólf tjaldsvæðis
Myndir
Lýsing tjaldsvæðis
Þjónustuhús fylgir tjaldsvæðinu en þar er matsalur fyrir gesti tjaldsvæðins með eldunaraðstöðu. Einnig er þvottaaðstaða í þjónustuhúsinu með þvottavél og þurrkara og salernis- og snyrtiaðstaða en á opnunartíma sundlaugarinnar er einnig hægt að nýta salerni og snyrtingu þar. Á tjaldsvæðinu er rafmagn, útisnúrur og kolagrill.

Í næsta nágrenni við tjaldsvæðið er íþróttahús, sparkvöllur með gervigrasi, hreystivöllur, frisbígolfvöllur, golfvöllur og svo auðvitað sundlaugin, heitir pottar, upphituð vaðlaug, vatnsrennibraut og kaldur pottur. Einnig er í boði gufubaðstofa með góðri hvíldaraðstöðu.
Sundlaugin er opin á virkum dögum frá kl. 06:15-21:00 og frá kl. 10:00-18:00 um helgar.

Veitingastaðir eru Einarshús og Geiri á sjoppunni. Þá er áhugavert að skoða Sjóminjasafnið Ósvör, Náttúrugripasafn Bolungarvíkur og Grasagarða Vestfjaðra.

Bjarnabúð í Bolungarvík er ein elsta starfandi verslun á Íslandi en hún var stofnuð árið 1927 og svo er Kjörbúð í Bolungarvík.

Sumarveiði er í Syðradalsvatni og ekki er úr vegi að skoða surtarbrandsnámurnar í Syðridal og svo leggja margir leið sína um Bolungarvíkurhöfn.

Margir fara veginn upp á Bolafjall en þaðan er einstakt útsýni í góðu veðri og halda síðan áfram út í Skálavík sem er vinsælt útivistarsvæði.

Gönguleiðir eru einnig fjölmargar: www.bolungarvik.is/gonguleidir

Sundlaug Bolungarvíkur er opin á virkum dögum frá kl. 06:15-21:00 og frá kl. 10:00-18:00 um helgar.
Upplýsingar tjaldsvæðis
456-7381
sundlaug@bolungarvik.is
Pricelist
Eiginleikar
Heitt vatn
Leikvöllur
Heitur pottur
Veiðileyfi
Þvottavél
Sundlaug
Golfvöllur
Rafmagn
Kalt vatn
Salerni
Hundar leyfðir
Sturta
Gönguleiðir
Eldunaraðstaða
Eldunaraðstaða