Parka.is
Húnavellir Campsite Campground Photo
Húnavellir Campsite
Tjaldsvæðið á Húnavöllum er rúmgott og fjölskylduvænt. Það er staðsett rétt við þjóðveg 1 á Norðurlandi, í friðsælu umhverfi. Á svæðinu er sundlaug og heitir pottur (gegn gjaldi), leikvöllur, fótboltavöllur og góðar gönguleiðir. Gestir hafa aðgang að rafmagni, salernum, sturtum og þráðlausu neti í þjónustuhúsi. Morgunverður er í boði daglega. Húnavellir eru vinsæll staður fyrir ættarmót og fjölskylduviðburði.
Hólf tjaldsvæðis
Lýsing tjaldsvæðis
Tjaldsvæðið á Húnavöllum
Húnavellir, Norðurland

Tjaldsvæðið á Húnavöllum er staðsett rétt við þjóðveg 1 í rólegu og fallegu umhverfi á Norðurlandi. Svæðið er fjölskylduvænt og umlukið náttúru og friðsæld.

Húnavellir eru einnig vinsæll staður fyrir ættarmót og aðra fjölskylduviðburði.
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við umsjónarmann í síma 861-2319.

Húnavellir eru frábær stoppustaður fyrir þá sem eru á hringveginum eða að skoða Norðurlandið. Við hliðina á tjaldsvæðinu er gistiheimili og gestum stendur til boða sundlaug, heitir pottar og aðgengi að fallegum gönguleiðum í náttúrunni.
Blönduós er næsta bæjarfélag, aðeins í stuttri akstursfjarlægð, þar sem finna má matvöruverslanir, bensínstöðvar og veitingastaði.



Þjónusta á svæðinu
• Opið frá maí til október
• Salerni
• Sundlaug og heitir pottar (sjá verðskrá hér að neðan)
• Gönguleiðir
• Leikvöllur
• Rafmagn
• Ókeypis þráðlaust net í þjónustuhúsi
• Morgunverður í boði daglega

Lýsing á aðstöðu
Tjaldsvæðið er rúmgott og slétt grasflatarsvæði sem hentar bæði fyrir tjöld, hjólhýsi og húsbíla.

Á Húnavöllum er fjölbreytt afþreying í boði fyrir gesti á öllum aldri. Við hlið hótelsins er sundlaug og heitur pottur, sem snýr í suður og nýtur sólarinnar allan daginn. Sundlaugin er 17 metra löng og tilvalin til sundæfinga eða léttari sundleikja, en við hlið hennar er notalegur heitur pottur.
Á svæðinu er einnig góð íþróttaaðstaða, þar á meðal fótboltavöllur, sparkvöllur og skemmtilegt leiksvæði fyrir börn. Þetta gerir Húnavelli að frábærum stað fyrir bæði hvíld og leik.
Þjónustuhúsið er nýuppgert og býður upp á rúmgóð salerni og og setustofu. Á hlið hússins er uppþvottaaðstaða.
Bílaumferð er takmörkuð á svæðinu og hámarkshraði er 15 km/klst. til að tryggja öryggi allra gesta.

Reglur
1. Tjaldsvæðið er fjölskylduvænt og aldurstakmark er 20 ár nema í fylgd forráðamanns.
2. Allir gestir þurfa að skrá sig og greiða við komu.
3. Bílaumferð skal takmörkuð við að koma og fara, hámarkshraði 15 km/klst.
4. Næturró skal ríkja milli kl. 23:00 og 08:00.
5. Ólæti og ölvun eru ekki leyfð.
6. Rusl skal flokka og losa í tilheyrandi tunnur.
7. Hundar eru velkomnir en skulu vera í bandi og undir stjórn eiganda þeirra.
8. Sýnið náttúrunni, aðstöðunni og öðrum gestum virðingu.
9. Brot á reglum getur leitt til brottvísunar.

Verð – 2025

Tjaldsvæði
• Börn (0–12 ára): FRÍTT*
• Fullorðnir (13–66 ára): 2.600 kr
• Eldri borgarar (67+): 1.500 kr
• Rafmagn: 1.500 kr á sólarhring fyrir hvert farartæki
• Gistináttaskattur: 400 kr per tjald/húsbíl á nóttu

Morgunverður (borinn fram 07:00–11:00)
• Börn (0–12 ára): FRÍTT*
• Fullorðnir (13–66 ára): 3.000 kr
• Eldri borgarar (67+): 1.500 kr

Sundlaug og heitir pottar (opið 11:00–20:00)
• Börn (0–12 ára): FRÍTT*
• Unglingar (13–17 ára): 1.000 kr
• Fullorðnir (18–66 ára): 2.000 kr
• Eldri borgarar (67+): 1.000 kr
• Handklæðaleiga: 1.000 kr

Kayakleiga til sjálfsleiðsagnar (3 klst.) – 6.500 kr. á mann
Innifalið: þurrgalli og björgunarvesti

*Í fylgd fullorðinna.
Upplýsingar tjaldsvæðis
KT: 5601251940
Húnavellir , 541
8612319
info@hunavellir.is
Opið: 01. Maí - 31. Okt
Verðskrá
Fullorðnir (13-66 ára)
2600 kr.
Eldri borgarar (67+)
1500 kr.
Gistináttaskattur
400 kr.
Rafmagn
1500 kr.
Eiginleikar
Hleðsla fyrir rafbíla
Veitingahús
Áfylling vatns
Flokkun sorps
Frítt fyrir börn
Heitt vatn
Heitur pottur
Kalt vatn
Salerni
Rafmagn
Sturta
Uppþvottaaðstaða
Þráðlaust net
Hjólastóla aðgengi
Gönguleiðir
Leiktæki
Sparkvöllur
Sundlaug
Hundar leyfðir
Gæludýr í taumi
Veitingasala
Sumaropnun