Parka.is
Ásbyrgi Campground Photo
Ásbyrgi
Tjaldsvæðið í Ásbyrgi er lokað frá nóvember þar til lok apríls.
Hólf tjaldsvæðis
Lýsing tjaldsvæðis
Tjaldsvæðið í Ásbyrgi er lokað frá nóvember þar til lok apríls.
Opnunatími yfir sumartímann er frá miðjum maí til enda október hvert ár. Hægt að bóka svæði Y frá 1. maí, það er fyrir hjólhýsi og húsbíla.


Tjaldsvæðinu er skipt í 23 hólf með samtals 190 tjaldstæðum sem rúma um 500 manns. Í sjö hólfum eru samtals 48 rafmagnstenglar (1500W). Þetta eru hólf A, B, C, D, E, F og H.

Í snyrtihúsi eru salerni, sturtur, þvottavél, þurrkskápur og uppþvottaraðstaða. Útigrill eru á tjaldsvæðinu (kolagrill), leiktæki og áningarborð. Einnig er lítið salernishús á sunnanverðu tjaldsvæðinu. Við innkeyrsluna norðanvert á tjaldsvæðinu er lítið afgreiðsluhús er kallast Álfhóll. Álfhóll er alla jafna opinn seinni part dags og fram á kvöld. Vaktsími er 842 4364.

Norður af bílastæðinu er losunarstaður fyrir ferðasalerni, vatn til áfyllingar og gámar til losunar á almennu sorpi.

Gljúfrastofa er í göngufæri frá tjaldsvæðinu. Í Gljúfrastofu er sýning um náttúru og sögu Jökulsárgljúfra. Þar er einnig upplýsingagjöf um gönguleiðir og fleira í Jökulsárgljúfrum, sem og þjónustu og afþreyingartækifæri á nærsvæðinu. Símanúmer þar er 470 7100.
Upplýsingar tjaldsvæðis
KT: 4410070940
Ásbyrgi , 671
+354 470 7100
asbyrgi@vjp.is
VSK: 98248
Opið: 01. Maí - 01. Nóv
Verðskrá
Fullorðnir
2500 kr.
Eldri borgarar og öryrkjar
2000 kr.
Rafmagn á tjaldsvæði, pr. sólarhring
1500 kr.
Gistináttaskattur, greitt per gistieining, tjald/húsbíll/hjólhýsi
333 kr.
Eiginleikar
Eldunaraðstaða
Áfylling vatns
Frítt fyrir börn
Heitt vatn
Kalt vatn
Salerni
Kolagrill
Rafmagn
Sturta
Uppþvottaaðstaða
Þráðlaust net
Þurrkaðstaða
Þvottavél
Seyrulosun
Hjólastóla aðgengi
Golfvöllur
Gönguleiðir
Hjólaleiðir
Leiktæki
Gæludýr í taumi
Sumaropnun