Parka.is
Stuðlagil Canyon Campground Photo
Stuðlagil Canyon
Stórt og gott tjaldsvæði við Stuðlagil. Erum með veitingasölu í veitingavagni og handverksmarkað sem er opinn yfir sumarið. Glæsilegt salernishús með sturtum
Hólf tjaldsvæðis
Lýsing tjaldsvæðis
Stórt og gott tjaldsvæði við Stuðlagil. Erum með veitingasölu í veitingavagni og handverksmarkað sem er opinn yfir sumarið. Glæsilegt salernishús með sturtum. Þar sem við verðum að hita allt vatn upp með rafmagni kosta sturtur 400 kr. í 100 kr mynt. Við erum með eldhúsaðstöðu fyrir að elda mat og þvo leirtau. Rafmagn er fyrir hjólhýsi og vagna. ATH ekki er í boð rafmagn fyrir hleðslu bíla.

Forbókanir eru í boði fyrir tjaldsvæðið án stæðavals. Þú velur þér hvar þú vilt tjalda hvar sem er á tjaldsvæðinu.

Mikil og stórfengleg náttúra á staðnum og 200 metrar frá Stuðlagili. Fjölmargar dagleiðir frá tjaldsvæðinu, t.d. hálendi (Snæfell, Kverkfjöll eða Askja), heiðin (vötnin, hringferð um heiðina), Sænautasel, firðirnir (Vopnafjörður, Mjófjörður, Borgarfjörður, Seyðisfjörður og fl), Kárahnjúkar, Laugavellir með náttúrlegri sturtu, Hallormsstaðir, Hengifoss og fleiri staðir. Losun fyrir ferðasalerni. Opinn eldur stranglega bannaður eða aðrar athafnir sem fela í sér íkveikjuhættu, hundar í bandi leyfðir.

Verð 2300 pr. mann en til viðbótar er gistináttaskattur pr. húsbíl/tjald/hjólhýsi. Rafmagn 1.500 pr dag.
Vegur á malarvegi inn á tjaldstæðið (c.a. 7 km.) er vart fær hjólhýsum eins og sakir standa.
Upplýsingar tjaldsvæðis
KT: 6402210700
Grund Jökuldal , 701 Egilsstaðir
8660046
studlagilcanyon@gmail.com
Opið: 01. Apr - 30. Sep
Verðskrá
Almennt gjald
2300 kr.
Rafmagn fyrir tjald/hjólhýsi
1500 kr.
Gistináttaskattur
400 kr.
Eiginleikar
Smáhýsi til útleigu
Eldunaraðstaða
Áfylling vatns
Flokkun sorps
Frítt fyrir börn
Kalt vatn
Salerni
Rafmagn
Sturta
Uppþvottaaðstaða
Þráðlaust net
Seyrulosun
Hjólastóla aðgengi
Gönguleiðir
Gæludýr í taumi
Veitingasala
Sumaropnun